Skip to content

Við byggjum til framtíðar!

JE Skjanni byggingaverktakar ehf. er alhliða verktakafyrirtæki sem hefur víðtæka reynslu af hvers lags verkefnum á sviði nýbygginga, viðhalds, innréttinga og sérsmíða.

Jafnframt hefur JE Skjanni byggingaverktakar ehf. séð um verkefnastjórnun, hönnunarstýringu, samþættingu verkþátta þar sem margir verktakar koma að málum og byggingarstjórnun.

Fyrirtækið getur tekið að sér og séð um hverskyns framkvæmdaverk og gildir þá einu hvort um er að ræða flókin eða einföld verkefni.