Mýrargata 2-8, 101 Reykjavík

J.E. Skjanni hóf að breyta húsinu að Mýrargötu 2-8 í hótel árið 2010 og leigði það til Icelandair Hotels. Upprunalega húsið var stækkað og ein ný hæð byggð ofan á það. Hótelherbergi eru á 2., 3. og 4. hæð hússins en á fyrstu hæð er móttaka, veitingasalur, stór bar (Slippbarinn), líkamsrækt, kvikmyndasalur og skrifstofur. Hótelið var vígt 18. apríl 2012 og er eitt vinsælasta hótel borgarinna. Það var stækkað árið 2015.