Skip to content

Um J.E. Skjanna

JE Skjanni byggingarverktakar eru alhliða verktakafyrirtæki sem hefur víðtæka reynslu af hvers lags verkefnum á sviði nýbygginga, viðhalds, verkefnastjórnunar, byggingarstjórnunar og samþættingar verkþátta þar sem margir verktakar koma að málum.

 

Auk þess að byggja íbúðir og atvinnuhúsnæði sinnir
J.E. Skjanni verktöku fyrir aðra og gildir þá einu hvort um er að ræða flókin eða einföld verkefni. 
Markmiðið er að skila ávallt vönduðu verki. Mörg spennandi verkefni eru í framkvæmd eða undirbúningi. Má nefna íbúðar- og hótelbyggingu við Pollinn á Akureyri, kennileitishús í Urriðaholti auk nútímalegs fjölbýlishúss við Áshamar í Hafnarfirði.

Fyrirtækið var stofnsett árið 1996 en eigandinn, Jens Sandholt, hefur starfað við framkvæmda- og byggingarstjórn frá árinu 1984. Meðal fyrri verkefna má nefna Árbæjarlaug, Höfðabakkabrú, Sjóvárhús í Kringlu, nýju Lýsisverksmiðjuna, stækkun Álversins í Straumsvík, Vöruhótel Eimskipa, allar Sólstúnsbyggingarnar og nýtt húsnæði Byrs, Digranesvegi 1 í Kópavogi (séð um hönnunarstýringu að auki).

jens

Jens Sandholt

Byggingastjóri / Construction Manager

ragnar

Ragnar Björnsson

Fjármálastjóri / Financial Manager

saevar

Sævar Þorbjörnsson

Verkefnastjóri / Project Manager