JE Skjanni ehf byggingarverktakar er alhliða verktakafyrirtæki sem hefur víðtæka reynslu af hvers lagt verkefnum á sviði nýbygginga, viðhalds, innréttinga og sérsmíða. Jafnframt hefur J.E. Skjanni séð um verkefnastjórnun, samþættingu verkþátta þar sem margir verktakar koma að málum og byggingarstjórnun.
Fyrirtækið getur tekið að sér og séð um hverskyns framkvæmdaverk og gildir þá einu hvort um er að ræða flókin eða einföld verkefni. Undanfarið hefur húsumsjón verið vaxandi þáttur í starfsemi fyrirtækisins en í henni felst að J.E. Skjanni tekur að sér virkt eftirliti og umsjón á viðhaldi húseigna en slík þjónusta getur sparað húsfélögum og fyrirtækjum umtalsvert fé.